Trúarbrögð alheimsins

Trúarbrögð eru trú á yfirnáttúrulegar verur, guði eða dýrlinga ásamt siðfræði, venjum og jafnvel stofnunum tengdum trúnni. Til eru ótal mörg trúarbrögð og fullt  af guðum og gyðjum. Trúarbrögð geta verið allt frá stórri skipulagðri stofnun til trúarbragða ýmissa ættbálka í Afríku og Ástralíu. Til eru um það bil 4200 trúarbrögð.

Continue reading Trúarbrögð alheimsins

Hindúismi

Hindúismi eða Hindúatrú eru þriðju fjölmennustu trúarbrögð heims. Þau eru einnig meðal elstu trúarbragða sem enn eru iðkuð, komin af sömu rót og trúarbrögð Forngrikkja og Rómverja og norrænna manna. Þau má rekja til indó-evrópsku Veda-menningarinnar um 2000 f.Kr. Continue reading Hindúismi

Trúleysi

Trúleysi er ekki trúarbragð. Fólk sem trúir ekki á neina guði eða aðrar yfirskilvitlegar æðri verur skilgreinir sig sem trúleysingja.

Til eru sterkir (atheist) og veikir (agnostic) trúleysingjar.

Veikir trúleysingjar eru ekki vissir um að neinir guðir séu til eða eins og lítil börn sem aldrei hafa lært um neinn guð. Veikir trúleysingjar myndu segja að þeir vita ekki hvort guð sé til. Sterkir trúleysingjar trúa innilega að enginn guð sé til og erfitt er að breyta skoðunum þeirra um það, þeir gætu einnig rökstytt af hverju það er í “alvörunni“ engir guðar til. Sterkir trúleysingjar myndu segja að guð sé ekki til. Continue reading Trúleysi

Grísk goðafræði

Grísk goðafræði fjallar um þá trú sem forn-Grikkir höfðu. Grikkir áttu fullt af guðum og gyðjum sem þeir tilbáðu og sögðu margar sögur af. Goðafræðin fjallar um sköpun heimsins, hvað verður um menn eftir dauðann og útskýringar á náttúrufyrirbærum. Það eru til fjölda margar sögur af guðunum. Ýmis fræg ljóðskáld notuðu efni úr goðsögunum t.d til að hylla sigurvegara á Ólympíuleikum. Rómverjar tóku guðheim Grikkja nær óbreyttan inn í trú sína.
Continue reading Grísk goðafræði

Gyðingadómur

Gyðingatrú er ein af eldri trúarbrögðum mannkyns.  Áætlað er að um 14,4 milljónir manna séu gyðingatrúar, sem samsvarar um 0,2% af íbúum jarðar.  Flestir gyðingar búa í Ísrael eða um 6,6 milljónir, þar á eftir í Bandaríkjunum um 5,5 milljónir.  Til eru gyðingasamfélög mjög víða í heiminum.   Gyðingar líta á sig sem þjóð og þar sem ekki má taka upp Gyðingatrú heldur verður þú að fæðast inní hana er erfitt aðgreina þjóðarvitund og trúnna með skýrum hætti.

Continue reading Gyðingadómur

Íslam

Íslam er trúarbragð sem einnig er nefnt múslimatrú eða múhameðstrú. Íslam er eingyðstrú sem þýðir að múslimar trúa aðeins á einn guð. Guð múslima er nefndur Allah. Allah rekur uppruna sinn til spámannsins Múhameðs sem var uppi á 6. og 7. öld eftir Krist.

Trúarrit múslima nefnist Kórarinn. Íslam er af Abrahamískum stofni og talin næst fjölmennustu trúarbrögð heims á eftir Kristinni trú. Saga íslams varðar pólitíska, efnahagslega, félagslega og menningarlega þróun Íslamska siðmenningarinnar. Flestir sagnfræðingar trúa að saga Íslams eigi uppruna sinn í Mekku og Medínu. Múslimar trúa hins vegar að sagan hafi ekki byrjað með Múhameð heldur hafi það verið upphaflega trú annara. Continue reading Íslam

Kristintrú

Í dag er kristin trú eitt fjölmennasta trúarbragð heimsins og er með um 2 milljarða fylgjenda. Kristnir búa flestir í norður- og suður- Ameríku, Evrópu og Ástralíu. Hlutfallslega eru kristnir mun færri í Asíu og Afríku en í hinum álfunum.

Kristni var lögtekin á Íslandi annaðhvort árið 999 eða 1000. Margir Íslendingar höfðu tekið kristni trú fyrr og var kristninn að breyðast hratt út í landinu en áður fyrr veru Íslendingar heiðnir. Continue reading Kristintrú

Staðreyndir um Víetnam stríðið

Það eru til allskonar sögur og staðreyndir um Víetnam stríðið. Hér eru nokkrar áhugaverðar staðreyndir um stríðið sem þú vissir kannski ekki af.

1. Bandaríkin eyddu um 140 milljónum dollara í stríðið.

2. Víetnam stríðið ætti í rauninni að vera kallað Víetnamska baráttan vegna þess að bandaríska þingið lýsti aldrei yfir stríði gegn Víetnam.

3. Víetnam stríðið er lengsta stríð sem Bandaríkin hafa nokkurn tíman tekið þátt. Stríðið var í um það bil 20 ár.

4. Á tímum Víetnam stríðsins voru 5 forsetar við stjórn í Bandaríkjunum.

5. Víetnam var eitt af þremur löndum sem að skiptust í kalda stríðinu en Þýskaland og Kórea skiptust líka. Kórea er hinsvegar eina landið sem er enn skipt í dag.

6. Bandaríkin töpuðu í rauninni aldrei stríðinu en þau drógu sig til baka þegar þeir voru alveg að tapa.

7. John F. Kennedy var fyrsti Bandaríkja forsetinn til að vera tekinn af lífi á stríðsdögum síðan í Bandarísku Borgarastyrjöldinni.

Vopn sem notuð voru í stríðinu

9D39B2F9-7F39-4AF9-BFFE-761C1D42BD62.jpegÁ þessum tíma hafði bandaríski herinn þróað vopn sín töuvert frá seinni heimsstyrjuöldinni og Kóreustríðinu. En Rússar höfðu einnig þróað byssur sínar töluvert. Byssur skipta mikli máli í huga margra þegar það kemur að stríði.

Norður og Suður Víetnam voru aðallega vopnuð af rússneskum byssum. Mest megnis af byssum Norður og Suður Víetnams voru rússneskar. Þar á meðal var ein algengasta byssan AK-47 sem er áhrifamikil byssa sem var smíðuð árið 1947 og hefur verið notuð síðan þá. Byssan er ódýr og er auðvelt að smíða hana. Norður og Suður Víetnam notuðu einnig eftirlýkingu af AK-47 sem smíðuð var af kínverjum. En Rússar höfðu einnig smíðað áhrifamikla hríðaskotabyssur og sprengju vörpur sem Norður og Suður Víetnam notuðu.

Hver bandarískur hermaður var gefinn M16 riffil. Riffillinn hefur 5,56 mm caliber og hefur hylki sem getur haldið 30 kúlum. Byssan er áhrifamikil í 800 metra færi. M16 var fyrst notuð árið 1962 og hefur verið notuð síðan þá, sem gefur okkur sýn á það hversu góð byssa það er.

Bandaríkjamenn höfðu einnig eitt áhrifamesta vopn stríðssögunar eða þar að segja þyrlur. Þyrlan var upprunalega hönnuð til að lenda á erfiðum slóðum og taka særða menn og var ekki hönnuð sem vopn. En Bandaríkjamenn föttuðu að setja byssur á þyrluna og nota hana sem áhrifamikið vopn.

Þessar þyrlur áttu stóran þátt í Víetnamstríðinu, bæði í því að færa særða hermenn og í bein átök. Hver þyrla var hlaðinn byssum. Utan á hverri þyrlu voru skotflaugar MG150/20 sem þyrluflugmaðurinn skaut, inni í þyrlunni voru tvær 50 calebera hríðskotabyssur og Browning 7,5 mm hríðskotabyssur.

 

Dóminó kenningin

Hugtakið “The domino theory” er notað yfir kenninguna sem Harry S. Truman bandaríkja forseti kom með sem réttlætingu fyrir því að senda fjárhagsaðstoð til Frakklands, Grikklands og Tyrklands á fimmta áratug seinustu aldar.

Kenningin á bakvið hugtakið er sú að eitt ríki/ land fellur undir kommúnismastjórn munu nágrannaríki þessi fylgja fast á eftir.

CC4438AC-4EFD-49EA-907D-9FFC6CE4E249

Dóminó kenningin náði hinsvegar ekki vinsældum fyrr en að Dwight D. Eisenhower notaði kenninguna yfir Suð-Austur Asíu og þá sérstaklega Víetnam. Hann hélt því fram að ef kommúnismastjórn Ho Chi Minh myndi ráða völdum í Víetnam þá myndu Laos, Kambódía, Tæland og önnur lönd í kring falla í hendur þessarar stjórnarstefnu.

Eisenhower var það hræddur við kommúnisma að í ræðu sinni á blaðamannafundi sínum þann sjöunda apríl 1954 sagði hann að ,, mögulegar afleiðingar ósigurs væru óútreiknanlegar fyrir frjálsa heiminn”.